Innlent

Ýja að því að fyrirtæki taki mið af verðlagningu hvor annars

MYND/GVA

Kúabændur láta að því liggja á heimasíðu sinni að fóðursölufyrirtækin Lífland og Fóðurblandan taki mið af verðlagningu hvor annars. Þeir benda á að í fyrradag hafi Fóðurblandan hækkað kjarnfóðurverð um fjögur og hálft prósent, eða upp í 37 krónur kílóið, en strax í gær hafi Lífland gert slíkt hið sama og sé verðið nákvæmlega það sama hjá báðum. Báðir beri við gengisþróun en bændur benda á að að frá því að Lífland hækkaði verð síðast hafi gengisvísitalan hækkað um aðeins eitt og hálft prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×