Innlent

Fjarðaáslverkefnið fær verðlaun sem “teymi ársins”.

Á árlegri ráðstefnu Bechtel um öryggis-, umhverfis og heislugæslu sem haldin var í Seattle í Bandaríkjunum var Fjarðaálsverkefninu veitt viðurkenning sem "Teymi ársins" á þessu sviði. Starfsmenn verkefnisins voru valdir úr hópi yfir 100 verkefna á vegum Bechtel sem komu til greina víða um heim.

Það voru starfsmenn Bechtel við verkefnið þeir Joe Zoghbi yfirmaður þessara mála við verkefnið og Arni Baldwin yfirumsjónarmaður öryggismála sem veittu viðurkenningunni viðtöku. Sérstaklega var nefnt í þessu sambandi  framlag InPro sem er íslenskt þjónustufyrirtæki á þessu sviði og leggur til starfsmenn sem starfa með öryggis- umhverfis- og heilsuverndar starfsmönnum Fjarðaálsverkefnisins. Fulltrúar þeirra voru viðstaddir viðurkenninguna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×