Innlent

Fjölmenni á sumarhátíð leikskóla Kópavogs

Það er óhætt að segja að veðurguðirnir hafi verið leikskólabörnum í Kópavogi hliðhollir þegar þeir héldu sína árlegu sumarhátíð í bænum í morgun. Í ár söfnuðust leikskólakrakkarnir saman við Hálsatorg við Hamraborg og þaðan var gengið fylktu liði niður á Rútstún við Sundlaug Kópavogs. Þar beið þeirra fjölbreytt skemmtidagskrá og ljóst var á stemmingunni að mikil eftirvænting var hjá börnunum. Talið er að um þúsund börn á aldrinum fjögurra til sex ára hafi tekið þátt í göngunni ásamt starfsmönnum leikskólanna og virtust allir í sumarskapi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×