Innlent

Actavis varð af kaupum á Pliva

Actavis fær ekki að kaupa króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og verður þar með ekki þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, eins og stefnt var að. Stjórn króatíska lyfjafyrirtækisins Pliva hefur tilkynnt kauphöllum að hún leggi það til við eigendur, að ganga til samninga við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr, um sölu á fyrirtækinu, en íslenska lyfjafyrirtækið Actavis sóttist líka eftir kaupunum. Actavis mun hafa boðið 150 milljarða í Pliva og hefði það orðið stærsti kaupsamningur íslensks fyrirtækis til þessa. Barr mun hafa boðið 20 milljörðum króna meira í fyrirtækið en Actavis, sem þó var búið að hækka sig verulega frá fyrra tilboði. Stjórnarmenn Pliva studdust meðal annars við álit sérfræðinga Dautsche bank. Á heimasíður Pliva segir meðal annars að með sölunni til Barr, verði til lyfjafyrirtæki á heimsvísu. Plíva sé nú þegar sterkt á mið- og suðurevrópumarkaði, sæki hratt inn á Vestur Evrópu og að Barr standi styrkum fótum á Bandaríkjamarkaði. Sameinuð velta fyrirtækjanna verði tveir og hálfur milljaðrur Bandaríkjadala á ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×