Sport

Yfirlýsing frá Ólafi Þórðarsyni

Ólafur Þórðarson
Ólafur Þórðarson Mynd/Þorvaldur

Ólafur Þórðarson, fráfarandi þjálfari knattspyrnuliðs ÍA í Landsbankadeildinni, hefur gefið út yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Skagamanna.

"Að vel íhuguðu máli hef ég hef tekið ákvörðun um að segja starfi mínu lausu sem þjálfari meistaraflokks ÍA og er hún gerð í fullu samráði og sátt við stjórn félagsins. Þetta geri ég með hagsmuni félagsins að leiðarljósi og vill ég með þessari ákvörðun axla mína ábyrgð á gengi liðsins í sumar. Jafnframt skora ég á leikmenn liðsins að axla sína ábyrgð og rífa sig upp úr þeirri deyfð sem hvílt hefur á liðinu í sumar, því ég veit að í liðinu býr miklu meiri geta en það hefur náð að sýna. Einnig hvet ég alla stuðningsmenn liðsins til að flykkjast á bakvið liðið og styrkja það í þeirri erfiðu baráttu sem framundan er.

Ég vil þakka leikmönnum, stjórn og öllum þeim sem hafa komið að liðinu á undanförnum árum fyrir gott samstarf og síðast en ekki síst öllum þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem hafa stutt diggilega við bakið á liðinu fyrir þeirra framlag.

Að lokum vil ég óska Knattspyrnufélgi ÍA alls hins besta í framtíðinni og vonast til þess að þessar breytingar verði til þess að félagið haldi áfram að vera stórveldi í íslenskri knattspyrnu."

Fótboltakveðja

Ólafur Þórðarson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×