Innlent

Breytingar bitni á þeim sem minnst mega sín

Breytingar á hámarkslánum og lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs eiga eftir að koma verst við þá sem minnst mega sín, að mati Elnu Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hún segir að aðrar leiðir séu þó vandfundnar til að slá á þensluna á húsnæðismarkaði.

Elna Sigrún Sigurðardóttir segir að vanskil heimilanna hafi minnkað tímabundið eftir að nýju húsnæðislánin komu til sögunnar og fólk hafi getað endurfjármagnað lán sín á lægri vöxtum. Þó nokkrir hafi þó hellt sér út í meiri skuldir en þeir ráði við.

Elna Sigrún segir að breytingar á hámarkslánum og lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs eigi eftir að koma verst við þá sem eiga minnst en það sé þó erfitt að segja til um hvaða önnur leið hefði verið fær til að draga úr þenslunni á húsnæðismarkaði. Það sé þó áhyggjuefnið að aldur skjólstæðinga stofunnar hafi lækkað.

Nokkur mál hafi komið til kasta Ráðgjafarstofunnar erfiðleika fólks vegna hundrað prósent húsnæðislána. Elna Sigrún segir oft um að ræða fólk sem hafi lent í veikindum eða atvinnumissi og fasteignin verið orðið yfirveðsett. Þá sé húsnæðisverð að lækka og það sé stóra áhyggjuefnið fyrir þetta fólk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×