Innlent

Okrað á Pólverjum sem bjuggu sjö saman í íbúð

Úr íbúð Pólverjanna.
Úr íbúð Pólverjanna.
Sjö Pólverjar sem bjuggu saman í 80 fermetra íbúð greiddu á mann 35 þúsund krónur í leigu á mánuði, eða 245 þúsund krónur samanlagt. Mennirnir leita nú réttar síns eftir að leigusali þeirra lét bera eigur þeirra út á meðan þeir voru í vinnu. Mennirnir gátu lítið leitað sér aðstoðar vegna tungumálaörðugleika.

Í vinnu sinni hjá Atlansskipum komust þeir þó í kynni við tollvörðinn Friðjón Steinarsson en hann er pólskumælandi. Þeir sögðu honum frá aðstæðum sínum og þær blöskruðu honum enda voru mennirnir alls fjórtján í íbúðinni þegar mest var.

Málið versnaði þó enn frekar þegar leigusalinn lét bera menninna út meðan þeir voru að störfum eftir að þeir neituðu að greiða þrjátíu og fimm þúsund krónur aukalega einn mánuðinn sem tryggingu fyrir skemmdum á eignum. Þeir segja ekkert hafa verið inn í íbúðinni sem hægt væri að skemma annað en lítið sjónvarpstæki og því hafi þeim þótt gjaldið ósanngjant ofan á leiguverðið.

Friðjón félagi þeirra vildi ekki sætta sig við að svona væri farið með þá og hafði samband við Alþýðusambands Íslands þar sem málið er nú til athugunar.

Leigusali Pólverjanna Stefán Kjærnested sagðist ekki geta tjáð sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×