Innlent

Skemmdarverk í miðbænum

Lögreglan í Reykjavík handtók mennina þrjá seint í nótt. Þeir eru einnig taldir hafa brotið rúður í nærliggjandi skóla. Guðbjörg Þorvarðardóttir dýralæknir býr á Skólavörðustígnum. Skemmdarverk voru unnin á bíl hennar; í annað skiptið á stuttum tíma.

Guðbjörg segir íbúa á skólavörðustígnum búna að fá sinn skammt af skemmdarverkum. Eftir langar helgarnætur líkist miðborgin helst vígvelli. Guðbjörg telur að eftirlitsmyndavélar geti komið í veg fyrir frekari glæpi.

Lögreglan segir mikla ölvun hafa verið í miðborginni í nótt. Fjórir voru handteknir vegna fíkniefnamála og fjórir teknir fyrir ölvun við akstur. Það segir samt kannski sína sögu að vaktstjóri hjá Lögreglunni lýsti nóttinni sem ekkert óvenjulegri. Bara týpisku kvöldi í miðborg Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×