Fótbolti

Schweinsteiger stal senunni í sigri Þjóðverja

Bastian Schweinsteiger hefur verið gagnrýndur nokkuð á HM en sprakk út í dag
Bastian Schweinsteiger hefur verið gagnrýndur nokkuð á HM en sprakk út í dag AFP

Gestgjafarnir Þjóðverjar kórónuðu frábært heimsmeistaramót með því að tryggja sér þriðja sætið í dag þegar þeir lögðu Portúgala að velli 3-1 í Stuttgart í dag. Bastian Schweinsteiger hlaut uppreisn æru þegar hann skoraði tvö af mörkum þýska liðsins og var maðurinn á bak við það þriðja. Nuno Gomez minnkaði muninn fyrir Portúgala skömmu fyrir leikslok, eftir sendingu frá Luis Figo sem var að spila sinn síðasta leik fyrir landsliðið.

Leikurinn var hinn fjörugasti og bauð upp á aragrúa marktækifæra, en það voru gestgjafarnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar. Oliver Kahn stóð sig frábærlega á milli stanganna í þýska markinu og varði eins og berserkur í síðnum síðasta leik á HM á ferlinum. Portúgalska liðið lagði aldrei árar í bát þótt á móti blési í leiknum og börðust eins og ljón.

Gríðarleg stemming var á pöllunum í Stuttgart þar sem þýsku áhorfendurnir þökkuðu sínum mönnum fyrir óvæntan árangur á HM og sjá mátti kappa á borð við ökuþórinn Michael Schumacher klappa þýska liðinu lof í lófa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×