Viðskipti innlent

Lánshæfismat Íbúðalánasjóðs lækkar

Hús Íbúðalánasjóðs.
Hús Íbúðalánasjóðs.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs til langs tíma úr AA+ í AA-. Um leið er lánshæfismatið fært af athugunarlista þar sem það hafði áður verið sett með neikvæðum horfum. Horfur í íslenskum krónur eru stöðugar, að mati fyrirtækisins.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að þann 17. júlí hafi Standard & Poor's lækkað lánshæfismat Íbúðalánasjóðs vegna langtímaskuldbindinga í íslenskum krónum úr AA+ í AA-. Um leið og þessi breyting er gerð nú var það fært af athugunarlist. Á sama tíma hefur lánshæfismatið fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt verið staðfest AA- og fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum og erlendri mynt A-1+. Horfur fyrir erlenda mynt eru neikvæðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×