Sport

Mourning áfram hjá Miami

Alonzo Mourning var mikilvægur hlekkur í liði Miami á liðnum vetri
Alonzo Mourning var mikilvægur hlekkur í liði Miami á liðnum vetri NordicPhotos/GettyImages

Miðherjinn Alonzo Mourning hefur undirritað eins árs framlengingu á samningi sínum við NBA-meistara Miami Heat. Samningurinn verður upp á algjöra lágmarksupphæð og sagðist Mourning byggja ákvörðun sína á því hversu vænt honum þætti um stuðningsmenn liðsins.

Mourning var mikilvægur hlekkur í liði Miami á síðustu leiktíð þar sem hann var varamaður fyrir Shaquille O´Neal. Hann er á sínu 14. ári í deildinni og þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálunum, enda hefur hann rakað inn langt yfir 100 milljónir dollara af launum einum saman. Mourning tilkynnti ákvörðun sína í Miami á dögunum þar sem hann stóð fyrir góðgerðaleik ásamt nokkrum af félögum sínum í liði Miami.

Útlit er fyrir að flestir af lykilmönnum Miami sem vann meistaratitilinn í sumar muni snúa aftur á næstu leiktíð og eina stóra spurningin í titilvörninni verði því ákvörðun þjálfarans og forseta Miami - Pat Riley. Sá er enn í sumarleyfi og hefur ekkert gefið upp um áform sín á næsa tímabili. "Við erum bara að bíða eftir því að hann komi aftur úr sumarfríinu og þá leggjumst við allir á hann og reynum að fá hann til að snúa aftur," sagði Mourning og glotti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×