Viðskipti erlent

EADS landar stórum samningi

EADS, móðurfélag flugvélaframleiðandans Airbus, hefur náð samningum um þróun og framleiðslu á ratsjá fyrir þýska herinn. Ekkert hefur verið gefið upp um virði samningsins að öðru leyti en því að hann er sagður nema nálægt einum milljarði evra, jafnvirði tæpra hundrað milljarða íslenskra króna. En vel má vera að hann geti verið hærri. 

Að sögn talsmanns EADS mun fyrsti hluti ratsjárinnar, sem notaður verður til eftirlits á jörðu niðri, verða afhentur árið 2009. 

Að sögn talsmannsins hafa fleiri sýnt ratsjánni áhuga. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×