Sport

Al Harrington sagður á leið til Indiana

Al Harrington er eftirsóttasti leikmaðurinn með lausa samninga í NBA og er líklega á leið til Indiana Pacers í annað sinn á ferlinum. Golden State var annað lið sem var á höttunum eftir honum, en hefur dregið áform sín til baka.
Al Harrington er eftirsóttasti leikmaðurinn með lausa samninga í NBA og er líklega á leið til Indiana Pacers í annað sinn á ferlinum. Golden State var annað lið sem var á höttunum eftir honum, en hefur dregið áform sín til baka. NordicPhotos/GettyImages

Heimildarmaður ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum segir að aðeins eigi eftir að ganga frá smáatriðum svo framherjinn sterki Al Harrington geti gengið í raðir Indiana Pacers. Harrington hefur leikið með Atlanta Hawks undanfarin ár, en virðist nú vera aftur á leið til liðsins sem tók hann í nýliðavalinu árið 1998.

Harrington er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað báðar framherjastöðurnar á vellinum. Hann skoraði að meðaltali 18,6 stig og hirti 7 fráköst að meðaltali í leik síðasta vetur. Indiana hefur á skömmum tíma misst þá Ron Artest og Peja Stojakovic frá sér og því er liðinu mikið í mun að finna góðan skorara í stað þeirra. Harrington er aðeins 26 ára gamall og talið er að hann muni skrifa undir 6 ára samning að verðmæti um 57 milljónum dollara fljótlega.

Í gær skipti Indiana bakverðinum Anthony Johnson til Dallas Mavericks í skiptum fyrir gamla brýnið Darrell Armstrong og tvo unga leikmenn sem líklega verða leystir undan samningi fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×