Sport

Bjarnólfur í tveggja leikja bann

Bjarnólfur Lárusson fær tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leiknum gegn ÍBV
Bjarnólfur Lárusson fær tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í leiknum gegn ÍBV mynd/daníel

Nokkrir leikmenn úr efstu deild karla í knattspyrnu voru dæmdir í leikbann í dag þegar aganefnd KSÍ kom saman og fundaði. Bjarnólfur Lárusson, leikmaður KR, var dæmdur í tveggja leikja bann eftir að vera rekinn af velli gegn fyrrum félögum sínum í ÍBV í Visa-bikarnum í gær.

Félagi Bjarnólfs hjá KR, Mario Cizmek, var dæmdur í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Guðmundur Benediktsson fékk aðeins eins leiks bann fyrir að vera vikið af velli í leik Vals og Víkings í Visa-bikarnum í fyrrakvöld, en sá dómur þótti mjög umdeildur.

Aðrir leikmenn úr efstu deild sem hljóta eins leiks bann eru þeir Bjarni Guðjónsson ÍA, Andrew Mwesigwa og Matt Garner hjá ÍBV og Valur Úlfarsson, leikmaður Víkings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×