Sport

Indriði Sigurðsson til liðs við KR

Indriði Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við KR eftir því sem krreykjavik.is greinir frá. Indriði sem leikið hefur með belgíska liðinu Genk er laus allra mála gerði opinn áhugamannasamning við KR og er því heimilt að fara frá félaginu, bjóðist honum atvinnumannasamingur erlendis. KR vonast til að Indriði verði gjaldgengur á mánudag þegar KR mætir Fylki í 12. umferð Landsbankadeildarinnar.

Indriði er fjölhæfur leikmaður, getur leikið í vörn, á miðju eða á kanti. Hann hélt ungur út í atvinnumennsku haustið 1999 eftir að hafa stimplað sig inn í byrjunarlið meistaraflokks. Fyrst um sinn lék Indriði með Lilleström í Noregi en 2003 skipti hann yfir í Genk í Belgíu, þar sem hann hefur leikið s.l. 3 ár. Nú í sumar hefur Indriði verið orðaður við fjölmörg lið og æfði um m.a. um tíma með ensku 1. deilarfélögunum Ipswich og Southampton.

Indriði er 25 ára og hefur átt fast sæti í landsliði Íslands. Hann á að baki 25 landsleiki og í þeim hefur hann skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×