Innlent

Sr. Elínborg ráðin afleysingaprestur í Grindavík

Grindavík.
Grindavík. Mynd/Matts Wibe Lund

Sr. Elínborg Gísladóttir hefur verið ráðin afleysingaprestur í Grindavík. Fréttavefurinn Víkurfréttir.is greinir frá því að sr. Elínborg muni gegn starfinu til loka maí á næsta ári í fjarveru sr. Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur sem varð forseti bæjarstjórnar eftir kosningarnar í vor. Elínborg hefur áður gegnt starfi afleysingaprests, í Ólafsfirði í þrjú ár og í Grafarvogskikrju í 17 mánuði. Hún er fædd árið 1959, lauk embættisprófi 1998 og hlaut prestsvígslu árið 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×