Innlent

Pólverji í sjálfheldu

Ísafjörður
Ísafjörður Mynd/Vilmundur Hansen
Pólskum ferðamanni var bjargað úr sjálfheldu í dag en hann sat fastur í fjallshlíð Gleiðarhjalla, sem liggur fyrir ofan Ísafjörð. Maðurinn var ferðamaður á skemmtiferðaskipi sem lá í höfninni á Ísafirði og ætlaði sér að klifra upp á fjallið. Hann var kominn upp í klettana við fjallsbrúnina þegar hann uppgötvaði að hann komast hvorki lönd né strönd. Hann hringdi þá á hjálp og komu Björgunarfélag Ísafjarðar og Björgunarsveitin í Hnífsdal honum til hjálpar með því að síga niður klettana og hífa hann upp. Manninum varð ekki meint af og náði hann að komast um borð í skemmtiferðaskipið sem sigldi úr höfn klukkan fimm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×