Innlent

7000 manns skemmtu sér fallega í Eyjum í nótt

Herjólfur leggur að í Eyjum
Herjólfur leggur að í Eyjum MYND/Jóhann Ingi

Fjölmennt var á skemmtunum í Ásbyrgi og Galtalæk og gestir Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum eru um sjö þúsund. Hátíðargestr fá ágætiseinkunn hjá lögreglu um land allt.

Tæplega 5000 manns voru í Ásbyrgi og hlýddu á tónleika Sigur Rósar í gærkvöldi. Tónleikarnir voru þeir síðustu í tónleikaröð hljómsveitarinnar á Íslandi. Mannfjöldinn lét fara vel um sig í góðviðrinu og hitanum og naut tónlistarinnar, ókeypis. Að sögn lögreglunnar á Húsavík komu upp fimm fíkniefnamál á tónleikunum.

Á Neistaflugi á Neskaupsstað fóru hátíðarhöld vel fram en þar eru nú um 2000 manns að mati mótshaldara. Þá eru 4000 manns á Síldarævintýrinu á Siglufirði.

Búið var að spá leiðindaveðri á Suðurlandi en fólk lét það ekki stoppa sig í að ferðast þangað. Um það bil 4000 manns eru nú í Galtalæk, í blíðskaparveðri að sögn mótshaldara, og í Vestmannaeyjum dvelja um 7000 manns. Í Eyjum er þoka og hefur ekkert verið flogið þangað í morgun, en vonast er til að þokunni létti síðar í dag. Þrátt fyrir mannfjöldann á þessum stöðum hafa engin fíkniefnamál komið upp og ekki hefur komið til ryskinga eða slagsmála sem vert er að geta um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×