Marel kaupir danskan keppinaut 7. ágúst 2006 14:16 Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira