Marel kaupir danskan keppinaut 7. ágúst 2006 14:16 Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Marel hf. hefur keypt alla hluti í danska matvælavélaframleiðandanum Scanvægt International. Kaupverðið nemur 109,2 milljónum evra eða tæplega tíu milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu frá Marel segir að með þessum samruna verði til nýtt og öflugt fyrirtæki á alþjóðlegum markaði með heildarlausnir fyrir matvælaiðnað. Bæði Marel og Scanvægt framleiða vogir, flokkara, úrbeiningar- og snyrtiflæðilínur, tölvustýrðar skurðarvélar og hugbúnað til framleiðslustýringar í matvælaiðnaði."Orðspor Scanvaegt er afar gott og vörur þess framúrskarandi. Hér sameina tveir öflugir aðilar krafta sína og búa til enn sterkara fyrirtæki með gríðarlega vaxtarmöguleika," segir Hörður Arnarson, forstjóri Marel."Við lítum á þetta sem stórt skref við innleiðingu á stefnu Marel sem tilkynnt var í febrúar sl. um að vera í forystu á alþjóðlegum markaði í þróun og markaðssetningu á þessu sviði og þrefalda veltu félagsins á næstu þremur til fimm árum. Sameinuð fyrirtækin geta aukið vöruúrvalið, lækkað kostnað og aukið hagnað bæði Marel og Scanvaegt þegar sameiningaráhrifin koma fram að fullu." Velta Marel samstæðunnar mun aukast um ríflega 100% á árinu 2006 með nýlegum kaupum á breska fyrirtækinu AEW Delford og nú með sameiningunni við Scanvaegt. Búist er við umtalsverðri söluaukningu nú þegar nýjar og spennandi vörur bætast við þær sem fyrir eru og sölukerfi fyrirtækjanna sameinast. Fyrirtækin tvö munu starfa áfram á markaði sem tvær aðskildar rekstrareiningar með sín eigin vörumerki. "Yfirtökur og sameiningar á þessum markaði hafa leitt af sér æ stærri fyrirtæki," segir Lars Grundtvig, stjórnarformaður Scanvaegt."Scanvaegt og Marel verða að stækka líka og ég er sannfærður um að sameining fyrirtækjanna mun leiða til arðvænlegs vaxtar og þróunar beggja aðila. Ég vildi sjá þetta gerast svo starfsfólk Scanvaegt fengi ný tækifæri til að þroskast og þróast með fyrirtæki sem hefur mikla möguleika á alþjóðlegum markaði og jafnframt að þjóna viðskiptavinum enn betur." Lárus Ásgeirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Marel, mun leiða starfsemi Scanvaegt, ásamt Erik Steffensen núverandi framkvæmdastjóra og því stjórnunarteymi sem þar er. Sigurpáll Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Marel, mun jafnframt bætast í hóp stjórnenda. Lars Grundtvig og fjölskylda hans eignast með þessum viðskiptum 18% hlut í Marel og verða þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins.," Hjá Marel samstæðunni starfa nú yfir 2000 starfsmenn, þar af um 350 á Íslandi, um 795 í Danmörku, 380 í Bretlandi, auk starfsmanna á yfir 30 söluskrifstofum víða um heim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira