Innlent

Tjón upp á einn og hálfan milljarð

Tjón á húsnæði vegna eldsvoða var metið á 1.640 milljónir króna á síðasta ári. Það er heldur yfir meðaltali síðustu ára á undan. Þetta kemur fram í ársskýrslu Brunamálastofnunar. Þar kemur jafnframt fram að einn týndi lífi í eldsvoða og er það nokkuð minna en í meðalári. 49 hafa látist í eldsvoðum frá árinu 1979, þrefalt fleiri karlar en konur. Flestir hafa látist í eldsvoðum á laugardegi, tólf talsins, en fæstir á þriðjudögum, eða tveir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×