Orðalag ályktunar rætt 8. ágúst 2006 12:00 MYND/AP Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. Spengjum var beint að rúmlega fjörutíu byggingum Hizbollah eftir að liðsmenn samtakanna skutu rúmlega hundrað og fjörutíu flugskeytum á ísraelskt landsvæði í gær. Að minnsta kosti fjörutíu og níu almennir borgarar féllu í árásum Ísraelshers á Líbanon í gær. Sprengjum hefur rignt yfir suðurhluta Beirút í nótt og í morgun. Auk þess hafa hermenn barist við Hizbollah-skæruliða víða á jörðu niðri á sama tíma. Hermenn bíða nú við landamæri Ísraels að Suður-Líbanon eftir fyrirmælum um að halda þar inn gráir fyrir járnum og styðja við það lið sem þegar berst í bæjum á svæðinu. Til harðra átaka mun hafa komið í nótt. Öryggisráð ísraelska þingsins kemur saman til fundar í dag til að ræða það hvort aðgerðir Ísraelshers verði hertar enn frekar og ráðist á fleiri svæði. Sendifulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum sitja nú á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem mun miða að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah-liða. Líbönsk stjórnvöld hafa krafist þess að ályktunin feli í sér tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar frá Arababandalaginu eru væntanlegir til New York í dag til að leggja áherslu á þá kröfu. Líbanar hafa heitið því að senda fimmtán þúsund hermenn að landamærunum um leið og Ísraelar kalli sitt lið heim. Samkvæmt uppkastinu sem er til umræðu er gert ráð fyrir að bardagar hætti þegar og mun sú ályktun þá leggja grunn að annarri sem verður grundvöllur að innkomu fjölþjóðlegs herliðs í Suður-Líbanon. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, lagði af stað til fundar við Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, í dag og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á morgun. Áður en hann fór sagði Steinmeier nú tækifæri til að stilla til friðar í átökum Ísraela og Hizbollah-liða og sagði að svo virtist sem fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefðu komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem yrði borin undir atkvæði fljótlega. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira
Minnst fimmtán óbreyttir borgarar féllu í um áttatíu loftárásum sem Ísraelsher gerði á Líbanon í nótt og í morgun. Á meðan sitja fulltrúar þeirra ríkja sem eiga sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem á að verða grunnur að vopnahléi í landinu. Spengjum var beint að rúmlega fjörutíu byggingum Hizbollah eftir að liðsmenn samtakanna skutu rúmlega hundrað og fjörutíu flugskeytum á ísraelskt landsvæði í gær. Að minnsta kosti fjörutíu og níu almennir borgarar féllu í árásum Ísraelshers á Líbanon í gær. Sprengjum hefur rignt yfir suðurhluta Beirút í nótt og í morgun. Auk þess hafa hermenn barist við Hizbollah-skæruliða víða á jörðu niðri á sama tíma. Hermenn bíða nú við landamæri Ísraels að Suður-Líbanon eftir fyrirmælum um að halda þar inn gráir fyrir járnum og styðja við það lið sem þegar berst í bæjum á svæðinu. Til harðra átaka mun hafa komið í nótt. Öryggisráð ísraelska þingsins kemur saman til fundar í dag til að ræða það hvort aðgerðir Ísraelshers verði hertar enn frekar og ráðist á fleiri svæði. Sendifulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum sitja nú á rökstólum og ræða orðalag ályktunar sem mun miða að því að binda enda á átök Ísraela og Hizbollah-liða. Líbönsk stjórnvöld hafa krafist þess að ályktunin feli í sér tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar frá Arababandalaginu eru væntanlegir til New York í dag til að leggja áherslu á þá kröfu. Líbanar hafa heitið því að senda fimmtán þúsund hermenn að landamærunum um leið og Ísraelar kalli sitt lið heim. Samkvæmt uppkastinu sem er til umræðu er gert ráð fyrir að bardagar hætti þegar og mun sú ályktun þá leggja grunn að annarri sem verður grundvöllur að innkomu fjölþjóðlegs herliðs í Suður-Líbanon. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, lagði af stað til fundar við Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, í dag og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á morgun. Áður en hann fór sagði Steinmeier nú tækifæri til að stilla til friðar í átökum Ísraela og Hizbollah-liða og sagði að svo virtist sem fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefðu komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem yrði borin undir atkvæði fljótlega.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Sjá meira