Innlent

Vilja að varnarsvæðið verði hreinsað á kostnað hersins

Mynd/Atli Már Gylfason

Landvernd og sex norræn náttúruverndarsamtök beina því til ríkisstjórnar Íslands að menguð svæði á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli verði hreinsuð á kostnað mengunarvaldsins. Bent er á mikilvægi rannsókna og að menguð svæði verði hreinsuð með fullnægjandi hætti. Þá segir að víða um heim þar sem herstöðvar hafa verið starfræktar, hafi slík starfssemi valdið umtalsverðri mengun í jarðvegi og grunnvatni. Ísland sé engin undantekning í þeim efnum þar sem fundist hefur mengun sem rakin hefur verið til starfssemi bandaríkjahers á nokkrum svæðum á landinu. Fjölmörg svæði séu órannsökuð hvað þetta varðar og því sé brýn þörf á rannsóknum. Þær séu dýrar, vandasamar og tímafrekar og tryggja þurfi að þær verði gerðar af óháðum aðillum undir yfirumsjón Íslendinga. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort eða á hvaða nótum þessi mál hafa verið rædd í viðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um framtíðarskipan varnarmála hér og viðskilnað bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×