Innlent

Hinsegin dagar framundan

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Hátíðin Hinsegin dagar er ein af stærstu árlegu hátíðum landsins og verður nú haldin í áttunda sinn, dagana 10.- 13. ágúst. Hátíðin verður sett í Loftkastalanum næstkomandi föstudag en byrjað verður að hita upp á miðvikudag, með Dragkeppni Íslands og Eurovision dansleik á fimmtudag. Hin vel þekkta gleðiganga Hinsegin daganna verður svo gengin á laugardeginum kl. 14:00 og hátíðardansleikur Páls Óskars verður þá um kvöldið. Hátíðinni lýkur svo með hátíðarmessu í Hallgrímskirkju á sunnudaginn. Undan farin ár hefur verið mikið um dýrðir meðan á hátíðinni stendur og fjöldi fólks flygst saman bæði til að taka þátt og verða vitni að hátíðarhöldunum.

Samkynhneigðir fagna sérstaklega í ár þar sem réttindi samkynhneigðar hafa verið aukin til muna en nú hefur samkynhneigðum verið veittur sami réttur og öðrum til að skrá sig í óvígða sambúð á Hagstorfu, öðlast rétt til ættleiðinga og lesbíur í staðfestri samvist eða óvígðri sambúð fá nú sama rétt og aðrar konur til tæknifrjóvgunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×