Mennirnir tveir sem fluttir voru á slysadeild eftir að hafa andað að sér eiturgufum í nýbyggingu IKEA í Garðabæ í morgun hafa verið útskrifaðir. Gufurnar mynduðust í slysi þar sem akrílgrunnur sem notaður er á gólf blandaðist við herði í röngum hlutföllum. Slökkviliðið var kallað á vettvang og sá um að loftræsta húsið en vinna hófst þar aftur eftir hádegið.
Innlent