Innlent

Telja fram fjármagnstekjur í stað launa

Þeim fjölgar sem lifa einungis af fjármagnstekjum sínum og greiða lægri skatta en þeir sem hafa tekjur af atvinnu. Fjármálaráðherra sér ekki ástæðu til að breyta leikreglunum.

Tæplega tvö þúsund og tvö hundruð framteljendur til skatts í fyrra, unnu enga fasta vinnu, en lifðu af fjármagnstekjum af eignum sínum.

Skattur af fjármangstekjum er 10%, en en tæp 37% af venjulegum launatekjum. Bilið er aðeins minna því persónuafsláttur nýtist til fulls af launatekjum, en að hluta við fjármagnstekjur.

Ríkisskattstjóri segir þá tilhneigingu til staðar að haga málum þannig að hluti teknanna sé talinn sem fjármagnstekjur í stað launa.

Fjármálaráðherra segir það ekki koma til greina nú að breyta núverandi skattkerfi þannig að skattur af fjármagnstekjum og launum sé jafn hár.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×