Innlent

Barnabætur hækkuðu um 19%

Við álagningu ríkisskattstjóra á einstaklinga kom fram að barnabætur vegna ársins 2005 hækkuðu um 19% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef fjármálaráðuneytisins. Í ár á að úthluta tæpum 6 milljörðum króna til 55.500 framteljenda. Ástæða aukningarinnar er að hrint var í framkvæmd öðrum áfanga af þremur í breytingum á barnabótum sem ákveðnar voru 2004.

Á næsta ári kemur til frekari breytinga á barnabótum. Þá mun ótekjutengdar bætur hækka um 20% og verða þá greiddar 56.000 krónur á ári í bætur fyrir öll börn undir 7 ára aldri. Tekjutengdu bæturnar munu hinsvegar ekki hækka, tekjumörkin þar sem þær byrja að skerðast mun hækka um 20%. Eins er áformað að draga úr skerðingu bótanna vegna tekna. Barnabætur í ár nema rúmlega 8% af tekjusköttum til ríkisins, öðrum en fjármagnstekjuskatti.

Ríkisstjórnin ákvað í júní síðastliðnum að taka upp barnabætur til barna allt að 18 ára aldri í stað 16 ára nú. Frumvarp um framkvæmd þessarar ákvörðunar verður lagt fyrir haustþingið. Áætlað er að það muni auka greiðslur barnabóta um rúmlega 500 m.kr




Fleiri fréttir

Sjá meira


×