Klárar samfélagsþjónustu vegna uppþotsins í Detroit 16. ágúst 2006 20:30 Hérna má sjá mynd af því þegar Artest var leiddur til búningsherberja rifinn og tættur eftir ólætin í Detroit í nóvember 2004 NordicPhotos/GettyImages Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira
Villingurinn Ron Artest er nú að klára samfélagsþjónustuna sem hann var dæmdur til að gegna eftir að eiga upptökin af einu versta uppþoti í bandarískri íþróttasögu í nóvember árið 2004. Artest segir atvikið heyra sögunni til og á engar óuppgerðar sakir við manninn sem hann réðist á í áhorfendastæðunum í Detroit forðum. Artest hélt í dag fyrirlestur fyrir börn í Detroit, þar sem hann útskýrði fyrir þeim að hegðun hans í The Palace forðum hafi ekki verið til eftirbreytni, en hann komst í heimsfréttirnar þetta örlagaríka kvöld. Hann lék á þeim tíma með Indiana Pacers og lenti í handalögmálum við Ben Wallace undir lok leiksins. Nokkuð hitnaði í kolunum á vellinum í kjölfarið og enduðu þau viðskipti úti við hliðarlínuna við ritaraborðið. Þegar allt virtist vera að detta í dúnalogn á vellinum, kastaði áhorfandi plastmáli af öli í kjöltuna á Artest þar sem hann lá á ritaraborðinu. Þá skipti engum togum að Artest hljóp upp í áhorfendastæðin á eftir bollakastaranum og tók að lumbra á honum ásamt félaga sínum Stephen Jackson. Artest tók út leikbann það sem eftir lifði tímabilsins og var settur á eins árs skilorð fyrir þetta glórulausa uppátæki, sem þykir eins og áður sagði ein ljótasta uppákoma í bandarískum hópíþróttum. Þó margir hafi slegið því föstu að atvikið setti dökkan blett á íþróttina, hafa aðrir orðið til þess að segja að það hafi aðeins hleypt lífi í sjónvarpsáhorf og áhuga á NBA körfuboltanum. "Ég á ekkert sökótt við John Green," sagði Artest um bollakastarann frá Detroit. "Hann er fínn náungi, en hann gerði mistök rétt eins og aðrir. Allir gera mistök og ég hef fyrirgefið honum. Guð fyrirgefur mönnunum mistökin og því reyni ég að gera það líka," sagði Artest, sem nú leikur með Sacramento Kings við mjög góðan orðstír.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Járnkona sundsins kveður Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Sjá meira