Körfubolti

Ítalir, Grikkir og Tyrkir áfram

Leandro Barbosa var stigahæstur í liði Brassa gegn Tyrkjum, en fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum
Leandro Barbosa var stigahæstur í liði Brassa gegn Tyrkjum, en fór illa að ráði sínu á lokasekúndunum NordicPhotos/GettyImages

Ítalir, Grikkir og Tyrkir tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan. Áður höfðu Bandaríkjamenn tryggt sæti sitt þar, en öll fjögur liðin hafa unnið sigra í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu.

Ítalar lögðu Senegala 64-56 þrátt fyrir slaka hittni. Matteo Soragna skoraði 15 stig og Marco Mordente 14 fyrir ítalska liðið.

Grikkir lögðu Ástrala 72-69, þar sem þriggja stiga karfa Nikos Zicic tryggði Grikkjum sigurinn tveimur sekúndum fyrir leikslok. Dimitris Diamantidis skoraði 20 stig fyrir Grikki, en Andrew Bogut skoraði 18 stig fyrir Ástrali.

Tyrkir lögðu Brasilíumenn 73-71, þar sem Leandro Barbosa klikkaði á tveimur vítaskotum á síðustu sekúndunum þegar hann hefði getað jafnað leikinn fyrir Brasilíumenn. Hann var stigahæstur Brassa með 26 stig, en Serkan Erdogan skoraði 21 stig fyrir Tyrki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×