Viðskipti erlent

Olíuverð lækkaði um rúman dal

Frá kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum.
Frá kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Hráolíuverð lækkaði talsvert síðla dags í kjölfar þess að vikulegar upplýsingar bandaríska orkumálaráðuneytisins benda til að umframbirgðir af olíu hafi aukist á milli vikna. Þá lækkaði olíuverðið fyrr í dag vegna vilja stjórnvalda í Íran til að hefja formlegar viðræður við Sameinuðu þjóðirnar um kjarnorkuáætlun sína.

Eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum eru nú 2,8 prósentum meiri en þær voru fyrir ári en hráolíubirgðir eru 5 prósentum meiri en á sama tíma fyrir ári.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í október, lækkaði um 1,2 dali á markaði í Bandaríkjunum og fór í 71,90 dali á tunnu en verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður í sama mánuði, lækkaði um 56 sent í rafrænum viðskiptum á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 72,68 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×