Körfubolti

Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum

Chris Bosh skoraði 20 stig fyrir Bandaríkjamenn í dag
Chris Bosh skoraði 20 stig fyrir Bandaríkjamenn í dag NordicPhotos/GettyImages

Riðlakeppninni á HM í körfubolta í Japan er nú lokið og ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum keppninnar. Bandaríkjamenn völtuðu yfir Senegala í lokaleik sínum í dag og vann liðið því alla fimm leiki sína í riðlinum. Evrópumeistarar Grikkja lögðu Tyrki 76-69 og unnu einnig alla leiki sína í riðlakeppninni.

Bandaríkjamenn lögðu Senegala 103-58 í lokaleik sínum í D-riðli í dag. Chris Bosh var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 20 stig, en þetta var í fyrsta skipti í keppninni sem hann fékk að spila nær allan leikinn. LeBron James skoraði 15 af 17 stigum sínum í fyrri hálfleik og kom lítið við sögu í þeim síðari. Dwyane Wade spilaði ekki með bandaríska liðinu í dag.

Bandaríkjamenn, Evrópumeistarar Grikkja, Argentína og Spánverjar urðu efstu liðin hvert í sínum riðli og eru taplaus í keppninni.

Það er því ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum sem fram fara dagana 26. og 27. ágúst.

16-liða úrslit

26.ágúst:

Argentína - Nýja-Sjáland

Tyrkland - Slóvenía

Spánn - Serbía

Ítalía - Litháen



27. ágúst:

Grikkland - Kína

Frakkland - Angóla

Bandaríkin - Ástralía

Þýskaland - Nígería




Fleiri fréttir

Sjá meira


×