Fótbolti

Fínt að mæta Chelsea snemma

Ronaldinho hlakkar til að mæta Chelsea í meistaradeildinni
Ronaldinho hlakkar til að mæta Chelsea í meistaradeildinni AFP

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segist fagna því að mæta Chelsea strax í fyrstu umferð meistaradeildar Evrópu, þar sem spænska liðið á titil að verja frá í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin etja kappi í keppninni og segir Ronaldinho að betra sé að mæta þeim í riðlakeppninni en í úrsláttarkeppninni í vor.

"Chelsea hefur verið mjög erfiður andstæðingur fyrir okkur á liðnum árum. Bæði lið hafa á að skipa frábærum leikmönnum sem þekkjast orðið vel, svo það er ljóst að þetta verður mjög erfitt verkefni. Ég held að sé betra að mæta Chelsea í riðlakeppninni en síðar í keppninni, því í riðlunum geta bæði liðin komist áfram. Með því er ég alls ekki að afskrifa Werder Bremen, því það er líka hörkulið.

Annars held ég að Chelsea sé með enn sterkara lið í ár en á síðustu leiktíð, því það hefur fengið til sín frábæra einstaklinga eins og Andriy Shevchenko og Michael Ballack sem eiga eftir að gera okkur mjög erfitt fyrir," sagði Ronaldinho.

Fyrri leikur Chelsea og Barcelona verður á Stamford Bridge þann 18. október og síðari leikurinn þriðjudaginn 31. október á Nou Camp í Barcelona.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×