Trúnaðarbestur milli Valgerðar og Alþingis 26. ágúst 2006 12:26 "Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Kristinn H. Gunnarsson sagði það sitja mjög í sér að upplýsingum sem fram koma í greinargerð Gríms Björnssonar skyldi hafa verið haldið frá Alþingi við meðferð málsins á sínum tíma. "Það situr ansi mikið í mér að upplýsingum hafi verið leynt fyrir Alþingi. Upplýsingar sem komu fram, voru teknar fyrir með formlegum hætti inni í stjórnkerfinu og voru stimplaðar sem trúnaðarmál. Það situr mjög í mér vegna þess að það er því aðeins gert til þess að koma í veg fyrir að við sjáum þetta, sem eigum svo á endanum að greiða atkvæði um lögin og bera ábyrgð á málinu," sagði Kristinn. Hann sagði ráðherra ekki geta tekið sér það vald í hendur að skammta upplýsingar í þingið. "Þingið sjálft verður að vega og meta hlutina. Og við sem erum þingmenn erum alveg jafndómbærir til þess að vega og meta þessar upplýsingar og fjalla um þær með eðlilegum hætti eins og ráðherrar," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Hallgrímur Thorsteinsson, umsjónarmaður Fréttavikunnar spurði þá, "er þetta það alvarlegt að ráðherra í svona stöðu sé ekki sætt?" "Það getur komið til þess, af því að þetta er svo stórt mál - 100 milljarða mál. Og menn verða að sýna þinginu fullkomið traust og trúnað í þessum efnum. Það er ekki annað hægt," savaraði Kristinn H. Gunnarsson. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Umhverfismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
"Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram. Kristinn H. Gunnarsson sagði það sitja mjög í sér að upplýsingum sem fram koma í greinargerð Gríms Björnssonar skyldi hafa verið haldið frá Alþingi við meðferð málsins á sínum tíma. "Það situr ansi mikið í mér að upplýsingum hafi verið leynt fyrir Alþingi. Upplýsingar sem komu fram, voru teknar fyrir með formlegum hætti inni í stjórnkerfinu og voru stimplaðar sem trúnaðarmál. Það situr mjög í mér vegna þess að það er því aðeins gert til þess að koma í veg fyrir að við sjáum þetta, sem eigum svo á endanum að greiða atkvæði um lögin og bera ábyrgð á málinu," sagði Kristinn. Hann sagði ráðherra ekki geta tekið sér það vald í hendur að skammta upplýsingar í þingið. "Þingið sjálft verður að vega og meta hlutina. Og við sem erum þingmenn erum alveg jafndómbærir til þess að vega og meta þessar upplýsingar og fjalla um þær með eðlilegum hætti eins og ráðherrar," sagði Kristinn H. Gunnarsson. Hallgrímur Thorsteinsson, umsjónarmaður Fréttavikunnar spurði þá, "er þetta það alvarlegt að ráðherra í svona stöðu sé ekki sætt?" "Það getur komið til þess, af því að þetta er svo stórt mál - 100 milljarða mál. Og menn verða að sýna þinginu fullkomið traust og trúnað í þessum efnum. Það er ekki annað hægt," savaraði Kristinn H. Gunnarsson.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Umhverfismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira