Fréttmenn Fox látnir lausir 27. ágúst 2006 13:13 Mynd/AP Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Ekkert heyrðist frá mannræningjunum fyrr en í miðri síðustu viku. Þar til þá var ekkert vitað um afdrif fréttamannsins Steve Centanni frá Bandaríkjunum og myndatökumannsins Olaf Wiig frá Nýja Sjálandi. Myndband var síðan birt á miðvikudaginn þar sem mátti sjá að mennirnir voru ekki illa haldnir. Þá kom í ljós að þeir voru í haldi áður óþekktra samtaka herskárra Palestínumanna sem kölluðu sig Stórfylkingu heilags stríðs. Með því fyldu skilaboð frá samtökunum þar sem Bandaríkjamönnum var gefinn þriggja sólahringa frestur til að láta lausa þá múslima sem þeir hafi í haldi víðsvegar um heim. Ekki var gefið upp hvað mönnunum yrði gert ef ekki yrði gengið að kröfum mannræningjanna. Fresturinn rann út í gærmorgun og engir múslimar látnir lausir úr haldi. Það var svo snemma í morgun sem annað myndband með mönnunum var birt og því ljóst að þeim hafði ekki verið gert mein. Þar sögðust þeir hafa tekið upp íslamstrú. Þeir lásu það af blaði. Þá gagnrýndu þeir aðgerðir vesturveldanna í Írak og Afganistan. Á þeim tíma sem mennirnir voru í haldi reyndu fulltrúar heimastjórnar Palestínumanna hvað þeir gátu til að tryggja lausn mannanna og bar það loks árangur í morgun því þeir voru látnir lausir nokkrum klukkustundum eftir að seinna myndbandið var birt. Þeim var ekið að hóteli í Gaza-borg í morgun og voru þeir fegnir frelsinu. Erlent Fréttir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Ekkert heyrðist frá mannræningjunum fyrr en í miðri síðustu viku. Þar til þá var ekkert vitað um afdrif fréttamannsins Steve Centanni frá Bandaríkjunum og myndatökumannsins Olaf Wiig frá Nýja Sjálandi. Myndband var síðan birt á miðvikudaginn þar sem mátti sjá að mennirnir voru ekki illa haldnir. Þá kom í ljós að þeir voru í haldi áður óþekktra samtaka herskárra Palestínumanna sem kölluðu sig Stórfylkingu heilags stríðs. Með því fyldu skilaboð frá samtökunum þar sem Bandaríkjamönnum var gefinn þriggja sólahringa frestur til að láta lausa þá múslima sem þeir hafi í haldi víðsvegar um heim. Ekki var gefið upp hvað mönnunum yrði gert ef ekki yrði gengið að kröfum mannræningjanna. Fresturinn rann út í gærmorgun og engir múslimar látnir lausir úr haldi. Það var svo snemma í morgun sem annað myndband með mönnunum var birt og því ljóst að þeim hafði ekki verið gert mein. Þar sögðust þeir hafa tekið upp íslamstrú. Þeir lásu það af blaði. Þá gagnrýndu þeir aðgerðir vesturveldanna í Írak og Afganistan. Á þeim tíma sem mennirnir voru í haldi reyndu fulltrúar heimastjórnar Palestínumanna hvað þeir gátu til að tryggja lausn mannanna og bar það loks árangur í morgun því þeir voru látnir lausir nokkrum klukkustundum eftir að seinna myndbandið var birt. Þeim var ekið að hóteli í Gaza-borg í morgun og voru þeir fegnir frelsinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira