Búið að tryggja samninga um fangaskipti í Suður-Líbanon 28. ágúst 2006 15:18 Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah MYND/AP Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Viðtal við Nasrallah var birt í líbönsku sjónvarpi í gær. Þar segir hann að honum hefði ekki dottið í huga að fyrirskipa mannránin ef honum hefði óraf fyrir því hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann hefði ekki séð fyrir að til slíkra átaka myndi koma. Það var tólfta júlí síðastliðinn sem Hizbollah-skæruliðar felldu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo í gíslingu þegar þeir réðust inn í Ísrael frá Líbanon. Til blóðugra átaka og loftárása kom sem lauk fjórtánda ágúst síðastliðinn og höfðu árásir þá staðið í þrjátíu og fjóra daga. Nasrallah sagði búið að koma á sambandi milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða þannig að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Hann segir sendifulltrúa frá Ítalíu og Sameinuðu þjóðunum hafa komið að þeim undirbúningi. Nabih Berri, líbanski þingforsetinn, mun sýra samningaviðræðum. Málið verður rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann er væntanlegur til Beirút í dag. Nasrallah sagði að reynt hefði verið að koma á fundi milli hans og Annans en ólíklegt væri að honum yrði af öryggisástæðum. Nasrallah fór í felur á fyrsta degi átakana og ekki er vitað hvar hann heldur til nú. Hann segist sannfærður um að Ísraelar myndu ekki hika við að myrða hann ef þeir vissu hvar hann væri í felum. Nasrallah sagði í viðtalinu í gær að hann væri sannfærður um að ekki kæmi til frekari átaka milli Hizbollah-liða og Ísraela. Erlent Fréttir Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Sjá meira
Leiðtogi Hisbollah, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hann sæi eftir að hafa fyrirskipað mannrán tveggja ísraelskra hermanna í júlí síðastliðnum sem varð kveikjan að átökunum í Suður-Líbanon. Hann segir búið að koma því svo fyrir að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Viðtal við Nasrallah var birt í líbönsku sjónvarpi í gær. Þar segir hann að honum hefði ekki dottið í huga að fyrirskipa mannránin ef honum hefði óraf fyrir því hverjar afleiðingarnar yrðu. Hann hefði ekki séð fyrir að til slíkra átaka myndi koma. Það var tólfta júlí síðastliðinn sem Hizbollah-skæruliðar felldu þrjá ísraelska hermenn og tóku tvo í gíslingu þegar þeir réðust inn í Ísrael frá Líbanon. Til blóðugra átaka og loftárása kom sem lauk fjórtánda ágúst síðastliðinn og höfðu árásir þá staðið í þrjátíu og fjóra daga. Nasrallah sagði búið að koma á sambandi milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða þannig að hægt verði að semja um fangaskipti og lausn hermannanna. Hann segir sendifulltrúa frá Ítalíu og Sameinuðu þjóðunum hafa komið að þeim undirbúningi. Nabih Berri, líbanski þingforsetinn, mun sýra samningaviðræðum. Málið verður rætt við Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, en hann er væntanlegur til Beirút í dag. Nasrallah sagði að reynt hefði verið að koma á fundi milli hans og Annans en ólíklegt væri að honum yrði af öryggisástæðum. Nasrallah fór í felur á fyrsta degi átakana og ekki er vitað hvar hann heldur til nú. Hann segist sannfærður um að Ísraelar myndu ekki hika við að myrða hann ef þeir vissu hvar hann væri í felum. Nasrallah sagði í viðtalinu í gær að hann væri sannfærður um að ekki kæmi til frekari átaka milli Hizbollah-liða og Ísraela.
Erlent Fréttir Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Fleiri fréttir Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Sjá meira