Herskár hópur Kúrda segist bera ábyrgð á árásum 29. ágúst 2006 12:30 Lögregla rannsaka vettvang árásarinnar á Antalya í gær. MYND/AP Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. Tyrkneska lögreglan er sögð leita tveggja manna sem talið er að hafi átt þátt í árásinni í Antalya sem varð þremur að bana og særði tuttugu. Samtökin sem lýst hafa árásunum á hendur sér eru sögð hafa tengsl við verkamannaflokk Kúrdistans, PKK, en starfsemi hans er bönnuð í Tyrklandi. Öryggisgæsla hefur verið aukin til muna á ströndum Tyrklands á meðan lögregla leitar þeirra sem komu sprengjunum fyrir. Einn maður hefur verið handtekinn í Izmir grunaður um að hafa átt þátt í misheppnaðri sprengjuárás þar. Maðurinn mun vera liðsmaður PKK að sögn tyrkneskra fjölmiðla. Nokkrir til viðbótar eru í haldi grunaðir um að hafa aðstoðað manninn. Hald var lagt á nokkuð af sprengiefni. Engan Íslending sakaði í sprengjuárásunum á Marmaris á sunnudagskvöldið en þar eru fjölmargir íslenskir ferðamenn. Hópur þeirra kemur heim um klukkan eitt í dag en á annað hundrað farþegar fara til Tyrklands með Úrval Útsýn og Plúsferðum í dag. Tyrkir treysta mikið á tekjur af ferðamannaiðnaðium og tilgangur ódæðismannanna er að fæla ferðamenn frá og þar með skaða efnahag landsins. Þetta eru ekki fyrstu sprengjuárásirnar á ferðamannastaði í Tyrklandi í sumar. Í júní týndu fjórir lífi í sprengjuárás á Antalya. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Herskár hópur Kúrda sem kallar sig frelsishauka Kúrdistans hefur lýst sprengjuárásinni í ferðamannaborginni Antalya í Tyrklandi á hendur sér. Þrír létust og fjölmargir særðust. Hópurinn hafði áður lýst fjórum sprengjuárásum í Istanbúl og Marmaris á hendur sér. Enginn féll í þeim árásum en hátt í þrjátíu manns særðust. Tyrkneska lögreglan er sögð leita tveggja manna sem talið er að hafi átt þátt í árásinni í Antalya sem varð þremur að bana og særði tuttugu. Samtökin sem lýst hafa árásunum á hendur sér eru sögð hafa tengsl við verkamannaflokk Kúrdistans, PKK, en starfsemi hans er bönnuð í Tyrklandi. Öryggisgæsla hefur verið aukin til muna á ströndum Tyrklands á meðan lögregla leitar þeirra sem komu sprengjunum fyrir. Einn maður hefur verið handtekinn í Izmir grunaður um að hafa átt þátt í misheppnaðri sprengjuárás þar. Maðurinn mun vera liðsmaður PKK að sögn tyrkneskra fjölmiðla. Nokkrir til viðbótar eru í haldi grunaðir um að hafa aðstoðað manninn. Hald var lagt á nokkuð af sprengiefni. Engan Íslending sakaði í sprengjuárásunum á Marmaris á sunnudagskvöldið en þar eru fjölmargir íslenskir ferðamenn. Hópur þeirra kemur heim um klukkan eitt í dag en á annað hundrað farþegar fara til Tyrklands með Úrval Útsýn og Plúsferðum í dag. Tyrkir treysta mikið á tekjur af ferðamannaiðnaðium og tilgangur ódæðismannanna er að fæla ferðamenn frá og þar með skaða efnahag landsins. Þetta eru ekki fyrstu sprengjuárásirnar á ferðamannastaði í Tyrklandi í sumar. Í júní týndu fjórir lífi í sprengjuárás á Antalya.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira