Neyðarástand vegna Ernesto 29. ágúst 2006 12:45 Bush Bandaríkjaforseti á ferð um svæðið fyrir tæpu ári. MYND/AP Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir. Erlent Fréttir Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Flórída vegna fellibylsins Ernesto sem stefnir þangað. Bylurinn varð einum að bana á Haítí í nótt. Ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrín olli miklum skemmdum og kostaði mörg mannslíf við Mexíkóflóa. Íbúar á Flórída hafa verið hvattir til að búa sig undir það versta. Margir hafa farið að þeim ráðleggingum og mynduðust langar raðir á bensínstöðvum og í verslunum í gær. Veðurfræðingar spá því að þegar Ernesto nái landi á Suður-Flórída í kvöld verði hann sterkur hitabeltisstormur, en svo gæti þó farið að hann verði orðinn fyrsta stigs fellibylur. Kona drukknaði þegar Ernesto fór yfir suðurströnd Haítí í gær. Fellibyljatímabilið á svæðinu í fyrra var það versta í sögunni og nú er ár frá því fellibylurinn Katrín reið yfir. Katrín myndaðist yfir Bahama-eyjum tuttugasta og þriðja ágúst í fyrra og fór þá yfir Suður-Flórída og mældist þá sem fyrsta stigs fellibylur. Urðu nokkrar skemmdir þar. Það var svo í Mexíkóflóa sem bylurinn sótti í sig veðrið og varð öflugasti fellibylur sögunnar. Eitthvað dró þó úr styrk Katrínar þegar hún náði landi í suð-austur Louisiana fyrir ári. Bylurinn eyrði litlu sem engu og olli miklum skemmdum í Mobile, Alabama, og Biloxi. Stíflugarðar brustu við New Orleans með þeim afleiðingum að áttatíu prósent borgarinnar fóru undir vatn. Áætlað er að kostnaður vegna skemmda eftir Katrínu nemi jafnvirði hátt í sex þúsund milljarða íslenskra króna. Hátt í tvö þúsund manns týndu lífi í veðurofsanum. Bush Bandaríkjaforseti kom til Biloxi í gær en hann heimsækir nú þau svæði sem verst urðu úti í bylnum. Hann telur ólíklegt að meira fé verði varið til endurbyggingar en því sem þegar hafi verið heitið. Stjórnvöld hafa eyrnamerkt jafnvirði sjö þúsund milljarða króna til endurbyggingar en aðeins tæpur helmingur þess fjár hefur borist. Bush segir það að líkast til taka mörg ár að koma lífi íbúa á svæðinu í samt horf á ný en að því verði unnið ötullega. Könnun sem gerð var meðal Bandaríkjamanna fyrr í mánuðinum sýnir að tveir þriðju þeirra eru enn ósáttir við það hvernig forsetinn og stjórnvöld héldu á málum eftir að bylurinn hafði riðið yfir.
Erlent Fréttir Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira