Sport

Framtíð Carlos Tevez enn óljós

Carlos Tevez er einn eftirsóttasti framherji heimsins í dag
Carlos Tevez er einn eftirsóttasti framherji heimsins í dag AFP

Bresku slúðurblöðin hafa mikinn áhuga á máli argentínska framherjans Carlos Tevez hjá Corinthians í Brasilíu, en framherjinn ungi og öflugi hefur verið orðaður við Manchester United og Arsenal á síðustu dögum. Blöðunum ber ekki saman um hvar hann kemur til með að enda, en nú styttist óðum í að félagaskiptaglugginn lokist í Evrópu.

The Sun heldur því fram að Tevez muni gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal strax í dag, að því búnu að hann nái að ganga frá lausum endum hjá brasilíska félaginu þar sem hann er fallinn í ónáð hjá stuðningsmönnum.

The Daily Star er hinsvegar á öðru máli og segir hann vera á leið til Manchester United, en þó segir í frétt blaðsins að leikmaðurinn vilji heldur fara til London og því sé Arsenal líklegra til að hreppa hann. Þar er því haldið fram að kaupverðið verði um 18 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×