Viðskipti erlent

Ford selur Aston Martin

Gömul árgerð þessara frægu sportbíla.
Gömul árgerð þessara frægu sportbíla.

Forsvarsmenn bandaríska bílaframleiðandans Ford opinberuðu í gær áætlanir þess efnis að selja hugsanlega hluta af framleiðslulínu og vörumerki Aston Martin sportbílsins. Aston Martin bílar eru í dýrari kantinum en 1.700 manns vinna við framleiðslu hans í Buckinhamshire í Bretlandi.

Vangaveltur hafa sömuleiðis verið uppi um að Ford, sem hefur átt við gríðarlegan rekstrarvanda að stríða, muni selja Jagúarframleiðslu fyrirtækisins. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um málið, að sögn fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×