Sport

Varð að svara kallinu

Jermain Defoe nýtti tækifæri sitt til hins ítrasta í gær, en óvíst er hvort hann hefði fengið fleiri tækifæri í bili ef hann hefði ekki staðið sig gegn slöku liði Andorra
Jermain Defoe nýtti tækifæri sitt til hins ítrasta í gær, en óvíst er hvort hann hefði fengið fleiri tækifæri í bili ef hann hefði ekki staðið sig gegn slöku liði Andorra NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Jermaine Defoe hjá Tottenham segir að mörkin sín tvö í landsleiknum gegn Andorra í gær hafi verið mjög kærkomin, enda hafi hann verið staðráðinn í að svara kalli Steve McClaren eftir að hafa horft á HM í sjónvarpinu í sumar.

Defoe hefur ekki átt fast sæti í liði Tottenham á þessari leiktíð frekar en í fyrra og fékk ekki sæti í HM hóp Englendinga í sumar. Hann nýtti sér þó fjarveru þeirra Wayne Rooney og Michael Owen í gær og skoraði tvö mörk í sigrinum á Andorra líkt og félagi hans Peter Crouch.

"Mann langar að sýna að þjálfarinn hafi gert mistök. Ég horfði á HM í sjónvarpinu og það var ömurlegt að geta ekki verið þarna með strákunum. Ég hef lent í mótlæti áður á ferlinum og það gerir mann oft sterkari, en í þessu tilviki var ég svo heppinn að eiga góða að sem veittu mér stuðning," sagði Defoe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×