Aðeins eitt takmark á Monza 4. september 2006 20:00 Fernando Alonso vill ná í sigur á heimavelli Ferrari NordicPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. Alonso náði að auka forskot sitt á toppi stigalista ökumanna í Tyrklandskappakstrinum með því að ná öðru sæti, á meðan Michael Schumacher náði þriðja sætinu. Þar var það Felipe Massa hjá Ferrari sem vann sinn fyrsta sigur og hefur ítalska liðið verið á ágætum spretti undanfarið. "Á þessu ári er ég búinn að vinna á Silverstone, í Mónakó og á Spáni, svo auðvitað langar mig mikið að vinna á Monza-brautinni. Það er sögufræg braut og það yrði auðvitað gríðarlega sterkt fyrir okkur að ná að leggja Ferrari á þeirra heimavelli - þó vitanlega verði það mjög erfitt.Það er aðeins eitt atriði sem er okkur efst í huga um þessar mundir og það er að koma í mark á undan Ferrari. Ferrari liðið hefur verið í miklu stuði í undanförnum keppnum og því er nokkuð ljóst að til þess að hafa betur gegn þeim, verðum við einfaldlega að koma fyrstir í mark," sagði heimsmeistarinn ungi. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimsmeistarinn Fernando Alonso segir að Renault-liðið sé aðeins með eitt takmark fyrir Ítalíukappaksturinn um næstu helgi og það sé að koma í mark á undan heimamönnum í Ferrari. Alonso náði að auka forskot sitt á toppi stigalista ökumanna í Tyrklandskappakstrinum með því að ná öðru sæti, á meðan Michael Schumacher náði þriðja sætinu. Þar var það Felipe Massa hjá Ferrari sem vann sinn fyrsta sigur og hefur ítalska liðið verið á ágætum spretti undanfarið. "Á þessu ári er ég búinn að vinna á Silverstone, í Mónakó og á Spáni, svo auðvitað langar mig mikið að vinna á Monza-brautinni. Það er sögufræg braut og það yrði auðvitað gríðarlega sterkt fyrir okkur að ná að leggja Ferrari á þeirra heimavelli - þó vitanlega verði það mjög erfitt.Það er aðeins eitt atriði sem er okkur efst í huga um þessar mundir og það er að koma í mark á undan Ferrari. Ferrari liðið hefur verið í miklu stuði í undanförnum keppnum og því er nokkuð ljóst að til þess að hafa betur gegn þeim, verðum við einfaldlega að koma fyrstir í mark," sagði heimsmeistarinn ungi.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira