Byssumaður myrðir ferðamann í Jórdaníu 4. september 2006 22:45 Lögreglumenn við hringleikahúsið eftir morðárásina. MYND/AP Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju. Ferðamaðurinn sem féll fyrir hendi morðingjans var Breskur. Tvær breskar konur særðust í árás byssumannsins auk Hollendings, ástralskrar konu og annarrar konur frá Nýja Sjálandi. Maðurinn hleypti af byssu sinni um miðjan dag þar sem ferðamenn voru samankomnir í stórum hóp að skoða hringleikahúsið sem er sagt frá tímu Rómarveldis og stendur í miðborg Ammans. Vitni segja ekki hægt að fullyrða að hann hafi verið íraskur þó hreimur hans hafi bent til þess. Hann mun hafa kallað upp fyrir sig að guð væri voldugur og síðan skotið á mannfjöldann fimmtán skotum. Hann mun hafa notað þrjú skothylki til þess og síðan reynt að flýja af vettvangi. Lögregla umkringdi hann hins vegar og tók höndum. Árásarmaðurinn er á fertugsaldir. Yfirvöld segja ekkert benda til þess að árásin hafi verið þaulskipulögð en hún sé álitin hryðjuverk þar til annað komi í ljós. Ashleig Blair, ástralska konan sem særðist í árásinni, segist hafa gengið upp tröpur í hringleikahúsinu þegar maðurinn hafi komið aftan að hópnum og byrjað að hleypa af byssu sinni. Hún muni einungis eftir því að hafa séð vin sinn hníga niður en í sömu andrá hafi verslunareigandi kallað hana og hluta hópsins inn í búð sína þar sem þau hafi heyrt skothríðina. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á ferðamenn í Jórdaníu síðustu misserin en stjórnvöld þar í landi eru dyggir bandamenn bandarískra stjórnvalda. Erlent Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira
Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju. Ferðamaðurinn sem féll fyrir hendi morðingjans var Breskur. Tvær breskar konur særðust í árás byssumannsins auk Hollendings, ástralskrar konu og annarrar konur frá Nýja Sjálandi. Maðurinn hleypti af byssu sinni um miðjan dag þar sem ferðamenn voru samankomnir í stórum hóp að skoða hringleikahúsið sem er sagt frá tímu Rómarveldis og stendur í miðborg Ammans. Vitni segja ekki hægt að fullyrða að hann hafi verið íraskur þó hreimur hans hafi bent til þess. Hann mun hafa kallað upp fyrir sig að guð væri voldugur og síðan skotið á mannfjöldann fimmtán skotum. Hann mun hafa notað þrjú skothylki til þess og síðan reynt að flýja af vettvangi. Lögregla umkringdi hann hins vegar og tók höndum. Árásarmaðurinn er á fertugsaldir. Yfirvöld segja ekkert benda til þess að árásin hafi verið þaulskipulögð en hún sé álitin hryðjuverk þar til annað komi í ljós. Ashleig Blair, ástralska konan sem særðist í árásinni, segist hafa gengið upp tröpur í hringleikahúsinu þegar maðurinn hafi komið aftan að hópnum og byrjað að hleypa af byssu sinni. Hún muni einungis eftir því að hafa séð vin sinn hníga niður en í sömu andrá hafi verslunareigandi kallað hana og hluta hópsins inn í búð sína þar sem þau hafi heyrt skothríðina. Fjölmargar árásir hafa verið gerðar á ferðamenn í Jórdaníu síðustu misserin en stjórnvöld þar í landi eru dyggir bandamenn bandarískra stjórnvalda.
Erlent Fréttir Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Sjá meira