Ferguson segir Keane verða að njóta starfsins 5. september 2006 15:30 Roy Keane verður að vera þolinmóður í nýja starfinu, en það er væntanlega ekki sterkasta hlið þessa fyrrum stríðsmanns á knattspyrnuvellinum NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson segir fyrrum leikmann sinn og núverandi knattspyrnustjóra Sunderland, Roy Keane, verða að sýna þolinmæði ef hann ætli sér að valda starfinu. Keane er þekktur skaphundur og fáir þekkja hann líklega betur en Ferguson, en sá gamli segir að menn verði að læra að leiða ýmislegt misjafnt hjá sér þegar þeir setjist í stjórastólinn. "Ef menn höndla ekki þá pressu sem fylgir starfinu og geta því ekki notið þess - lenda þeir fljótt í vandræðum. Sumir leikmenn halda að þeir geti auðveldlega orðið stjórar, en þeir vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Þú verður að vera tilbúinn til að tileinka þér nýja hluti og verður umfram allt að reyna að njóta starfsins. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Keane í síma líkt og ég gerði við aðra fyrrum leikmenn mína þegar þeir voru að stíga sín fyrstu skref sem stjórar. Ég óskaði honum góðs gengis og varaði hann við því að í starfinu ætti hann eftir að þurfa að leiða hjá sér hluti sem væru honum alls ekki að skapi og svo hefur starf knattspyrnustjórans breyst mikið í kjölfar aukinna áhrifa leikmanna og aukinna umsvifa fjölmiðla. Roy verður fyrst og fremst að geta notið starfsins til að endast í því, enda er það, ásamt góðri heilsu, það mikilvægasta sem knattspyrnustjóri þarf að hafa," sagði Ferguson og bætti við að hann sjálfur væri enn við sæmilega heilsu og hefði gaman af því sem hann væri að gera - og því væri hann ekkert á þeim buxunum að hætta. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira
Sir Alex Ferguson segir fyrrum leikmann sinn og núverandi knattspyrnustjóra Sunderland, Roy Keane, verða að sýna þolinmæði ef hann ætli sér að valda starfinu. Keane er þekktur skaphundur og fáir þekkja hann líklega betur en Ferguson, en sá gamli segir að menn verði að læra að leiða ýmislegt misjafnt hjá sér þegar þeir setjist í stjórastólinn. "Ef menn höndla ekki þá pressu sem fylgir starfinu og geta því ekki notið þess - lenda þeir fljótt í vandræðum. Sumir leikmenn halda að þeir geti auðveldlega orðið stjórar, en þeir vita ekkert hvað þeir eru að tala um. Þú verður að vera tilbúinn til að tileinka þér nýja hluti og verður umfram allt að reyna að njóta starfsins. Ég hef rætt nokkrum sinnum við Keane í síma líkt og ég gerði við aðra fyrrum leikmenn mína þegar þeir voru að stíga sín fyrstu skref sem stjórar. Ég óskaði honum góðs gengis og varaði hann við því að í starfinu ætti hann eftir að þurfa að leiða hjá sér hluti sem væru honum alls ekki að skapi og svo hefur starf knattspyrnustjórans breyst mikið í kjölfar aukinna áhrifa leikmanna og aukinna umsvifa fjölmiðla. Roy verður fyrst og fremst að geta notið starfsins til að endast í því, enda er það, ásamt góðri heilsu, það mikilvægasta sem knattspyrnustjóri þarf að hafa," sagði Ferguson og bætti við að hann sjálfur væri enn við sæmilega heilsu og hefði gaman af því sem hann væri að gera - og því væri hann ekkert á þeim buxunum að hætta.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Sjá meira