Innlent

Skipulagsbreytingar í Seðlabankanum

MYND/Róbert

Skipulagsbreytingar hafa verið gerðar í Seðlabanka Íslands og tóku þær gildi 1. september. Peningamálasvið sem annaðist innlend viðskipti bankans og alþjóðasvið sem annaðist þau erlendu voru sameinuð undir nýtt svið, alþjóða- og markaðssvið sem Sturla Pálsson mun stýra. Um leið var tölvudeild, sem tilheyrt hafði rekstrarsviði, færð til tölfræðisviðs. Markmiðið með því er ekki síst að rafvæða frekar talnalega upplýsingaöflun Seðlabankans og auka sjálfvirkni hennar. Tómas Örn Kristinsson varð framkvæmdastjóri þessa sviðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×