Viðskipti erlent

Góður hagnaður hjá Heineken

Hollenski bjórframleiðandinn Heineken greindi frá því í dag að hagnaður fyrirtækisins hefði numið 433 milljónir evra eða 38,5 milljörðum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 25 prósenta auking á milli ára. 

Velta nam 5,7 milljörðum eva eða rúmum 507 milljörðum króna og er það 11 prósenta aukning á milli ára á tímabilinu.

Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins jókst sala á bjór frá Heineken mest í Norður- og Suður-Ameríku, í Mið- og Austur-Evrópu og í Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×