Innlent

Dagur Group opnar verslun í Leifsstöð næsta vor

Stefán Jónsson forstöðumaður fasteignasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri Dags Group og Guðjón Elmar Guðjónsson markaðsstjóri Dags Group.
Stefán Jónsson forstöðumaður fasteignasviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf., Bjarni Kristinsson, framkvæmdastjóri Dags Group og Guðjón Elmar Guðjónsson markaðsstjóri Dags Group.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og Dagur Group hafa gert með sér samning um rekstur verslunar með tónlist, kvikmyndir, tölvuleiki sem og afþreyingarefni því tengt, en hingað til hafa þessir vöruflokkar verið seldir í Fríhöfninni ehf. Einnig mun verslunin selja aðgöngumiða á tónleika og aðra afþreyingarviðburði á Íslandi og erlendis.

Í tilkynningu segir að samningurinn sé einn þáttur í að bæta þjónustu við flugfarþega meðal annars með auknu framboði á vörum og vörumerkjum, auk þess að auka hlut einkaaðila í verslun í flugstöðinni en sú stefna var mótuð þegar ráðist var í forval um val á verslunaraðilum.

Gert er ráð fyrir að verslunin, sem verður um 100 fermetrar, muni opna um leið og annar hluti af nýju brottfararasvæði flugstöðvarinnar verður tilbúin vorið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×