Innlent

900 sjálfboðaliðar skráðir í söfnun RKÍ

Um 900 sjálfboðaliðar hafa þegar skráð sig í landssöfnun Rauða kross Íslands sem fer fram á morgun undir kjörorðinu Göngum til góðs. Hefur mikill stígandi verið í skráningu sjálfboðaliða síðustu daga og hafa um 400 bæst við frá því gærdag. Rauði krossinn þarf um 2.000 sjálfboðaliða til að ná takmarki sínu að ganga í hvert hús á landinu.

Þetta er í fjórða sinn sem Rauði krossinn efnir til söfnunar undir þessu kjörorði en í þetta sinn verður söfnunarfénu varið til aðstoðar við börn í sunnanverðri Afríku sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis. Rauði krossinn hvetur fólk til að skrá sig á vefssetrinu www.redcross.is eða með því að hringja á landsskrifstofu félagsins í síma 570 4000. Símar verða opnir til kl. 22 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×