Innlent

Varnarviðræður halda áfram 14. september

MYND/Teitur

Og við vorum að fá þá frétt að ákveðið hefur verið að viðræðum Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál verði haldið áfram fimmtudaginn 14. september næstkomandi í Washington. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Viðræðurnar áttu að halda áfram um síðustu mánaðamót en var frestað vegna þess að báðir aðilar voru að vinna í sínum málum. Sem fyrr er það Albert Jónsson sendiherra sem fer fyrir íslensku samninganefndinni en hún er skipuð fulltrúum úr forsætis-, utanríkis-, fjármála- og dómsmálaráðuneyti. Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, vildi ekki segja um það hvort þetta yrði síðasti fundur nefndanna en benti á að forsætisráðherra hefði lýst því yfir að hann vildi ljúka viðræðunum fyrir næstu mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×