Grunaðir um undirbúning hryðjuverka 8. september 2006 21:06 Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Talsmaður saksóknara í Belgíu segir að töluvert af fullkomnum vopnum og sprengiefni hafi fundist þeegar áhlaup voru gerð á húsakynni á vegum hersins og kaffihús víða um Belgíu. Sautján eru í haldi lögreglunnar í Flanders vegna málsins, þar af hermennirnir ellefu. Líklegt er að þeir sem teknir voru höndum verði ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, að hafa ólögleg vopn undir höndum, kynþáttafordóma og að hafa neitað því að Helför gyðinga hafi átt sér stað. Hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en rannsókn á málinu hefur staðið í tvö ár og á þeim tíma hafa belgískir lögreglumenn laumað sér inn í öfgasinnuð samtök hægrimanna í landinu. Mennirnir voru allir handteknir í hollenskumælandi hluta Belgíu þar sem flokkur sem berst gegn innflytjendum hefur náð fótfestu. Mennirnir munu allir hafa tilheyrt klofningshóp úr samtökum sem kenna sig við blóð, ættjörð, heiður og tryggð. Leiðtogi hópsins er hermaður sem er sagður hafa ætlað að gera hryðjuverkaáætlanir sínar að veruleika. Höfuðpaurinn er sagður hafa varið tveimur og hálfu ári í að afla liðsstyrks og skipuleggja æfingar með vopn á svæði hersins án vitundar yfirvalda. Alvarlegum glæpum sem tengdir eru kynþáttafordómum hefur fjölgað í Belgíu síðustu mánuði. Það var í maí sem átján ára félagi í öfgasamtökum var ákærður fyrir að hafa myrt hvítt barn og hörundsdökka barnfóstur þess í Antwerpen, annarri stærstu borg Flanders. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Belgíska lögreglan hefur handtekið ellefu hermenn sem eru grunaðir um að hafa safnað vopnum til hryðjuverkaárásar. Hermennirnir eru sagðir hallir undir nýnasista. Talsmaður saksóknara í Belgíu segir að töluvert af fullkomnum vopnum og sprengiefni hafi fundist þeegar áhlaup voru gerð á húsakynni á vegum hersins og kaffihús víða um Belgíu. Sautján eru í haldi lögreglunnar í Flanders vegna málsins, þar af hermennirnir ellefu. Líklegt er að þeir sem teknir voru höndum verði ákærðir fyrir aðild að hryðjuverkasamtökum, að hafa ólögleg vopn undir höndum, kynþáttafordóma og að hafa neitað því að Helför gyðinga hafi átt sér stað. Hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum í gær en rannsókn á málinu hefur staðið í tvö ár og á þeim tíma hafa belgískir lögreglumenn laumað sér inn í öfgasinnuð samtök hægrimanna í landinu. Mennirnir voru allir handteknir í hollenskumælandi hluta Belgíu þar sem flokkur sem berst gegn innflytjendum hefur náð fótfestu. Mennirnir munu allir hafa tilheyrt klofningshóp úr samtökum sem kenna sig við blóð, ættjörð, heiður og tryggð. Leiðtogi hópsins er hermaður sem er sagður hafa ætlað að gera hryðjuverkaáætlanir sínar að veruleika. Höfuðpaurinn er sagður hafa varið tveimur og hálfu ári í að afla liðsstyrks og skipuleggja æfingar með vopn á svæði hersins án vitundar yfirvalda. Alvarlegum glæpum sem tengdir eru kynþáttafordómum hefur fjölgað í Belgíu síðustu mánuði. Það var í maí sem átján ára félagi í öfgasamtökum var ákærður fyrir að hafa myrt hvítt barn og hörundsdökka barnfóstur þess í Antwerpen, annarri stærstu borg Flanders.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira