Innlent

50 börn á bráðamóttöku BUGL fyrstu 5 mánuði 2006

Tæplega 50 börn sóttu bráðamóttöku Barna og unglingadeildar vegna sjálfsvígshættu á fyrstu fimm mánuðum ársins. Til að taka á þessum vanda er deildin að fara af stað með verkefni sem heitir Lífið kallar en til þess þarf fjármagn.

Barna og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hefur starfrækt bráðamóttöku fyrir börn og unglinga um nokkurt skeið og er Móttakan opin alla virka daga frá 8 til 4. Starfsfólki deildarinnar hefur orðið vart við að sífellt fleiri börn sem koma á bráðamóttökuna eru metin í sjálfsvígshættu.

Hrefna Ólafsdóttir, yfirfélagsráðgjafi hjá BUGL, segir mikilvægt að börnin sem leiti til BUGL fái meðferð við hæfi

Til þess að hægt sé að veita börnunum þá þjónustu sem þau þurfa þá vantar deildina fjármagn. Bugl hefur því farið á stað með söfnun í samstarfi við FL Group og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tónleikar verða haldnir í Háskólabíói í dag klukkan fimm og mun allur ágóði þeirra renna til BUGL. Eins er hægt að leggja verkefninu lið með því að leggja inn á bankareikning söfnunarinnar 0101-26-600600 kt. 601273-0129.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×