Sport

Sanchez verður áfram

Verður áfram við stjórnvölinn hjá Norður-Írum
Verður áfram við stjórnvölinn hjá Norður-Írum Getty Images

Lawrie Sanchez hefur bundið enda á allar vangaveltur varðandi framtíð sína með því að lýsa því yfir að hann hyggst halda áfram að þjálfa Norður-Írska landsliðið.

Sanchez er harðorður í garð Norður-írsku pressunar í tilkynningu sem hann sendi frá sér nú síðdegis en þar biðst hann einnig afsökunar á því að hafa skrópað á blaðamannafund eftir 3-2 sigur liðsins á Spáni.

"Ég vill biðjast afsökunar á öllum þeim vandræðum sem fjarvera mín á þeim fundi hefur valdið en ég þurfti tíma til að fara yfir mína stöðu með þetta lið," sagði Sanchez.

"Ég vill þakka íbúum Norður-Írlands fyrir ótrúlegan stuðning í minn garð og ekki síst liðsins. Þrátt fyrir að árangurinn hafi verið upp og niður er næstum alltaf uppselt á Windsor Park. Fjölmiðlar endurspegla þó ekki þennan stuðning. Á mínum tveimur og hálfu árum með liðið höfum við farið upp heimslistann um 52 sæti, unnið Englendinga og Spánverja og gert jafntefli við Portúgal. Þrátt fyrir þann árangur er alltaf pláss fyrir gagnrýni sem á köflum hefur algjörlega verið úr samhengi við uppgang liðsins. Það er synd," sagði Sanchez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×